31.5.2009 | 18:14
chelsea FA cup meistari!!
Fátt gleður gamalt hjarta meira en góðir sigrar og í gær gerðist það - og í dag er bæði gott og gaman að vera til - framtíðin björt og blíð eða þannig. Úti skín sólin og maður á einn frídag - það gæti ekki verið betra, horfið inn í tölvuheiminn og farið svo í langan og góðan göngutúr og hrist upp í sellunum sem hafa farið varhluta af vorinu og fuglasöngnum. Eitt er nokkuð víst að ekki mun maður missa af neinu þó maður hafi ekki hlustað eða séð fréttir í nokkra daga sem gæti breytt nokkru á stjórnarheimilinu - það mun verða þögult þar til allt er sokkið og þá mun ný fjölskylda flytja þar inn og vonandi gera hreint hjá sér og okkur alþýðunni sem tekur öllu með brosandi og herðir bara sultarólina og vonar að heilaga Jóhanna sjá fljótlega að það eru ekki endalaus göt á ólinni til að stilla á.
Hafnfirðingar...spara-spara!!
... fara alltaf í götóttum sokkum til útlanda því að þeir vita að þeir verða stoppaðir í tollinum.
Jóhanna og Steingrímur voru á leið yfir brú.
Jóhanna: Mikið svakalega brakar í brúnni. Ég held hún sé hreinlega að detta í sundur.
Steingrímur: Það er nú engin furða þegar við erum bæði á henni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.