og sólin skín....

Allt gott í dag - hamborgarnir runnu út og húmorinn í vinnunni í botni - svona á lífið að vera - eintóm gleði og hamingja.  Sá að þingmenn okkar ætla að taka þátt í gleðinni með og fá sér sumarfrí - ekki veitir þeim af því blessuðum - koma vonandi í stuði til baka og hætta við að spreða á aðrar þjóðir milljarða á milljarða ofan - en kannski hef ég ekki vit á þessu, en mér datt þetta bara svona í hug.

4 eldfjöll eru sögð vera að lifna við - VÁ... - betra að satt reynist ekki - eða mun það skapa tekjur í þjóðarbúið svona á síðustu verstu tímum - góð spurning - öll kraftaverk gera okkur pínulítið ríkari eða hvað nema að þau geri okkur ekki þvílíkan óskunda að í óefni stefni.

vona að allir hafi átt sínar gleðistundir í dag - og munið að jákvæðni hefur alltaf gert gott!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.