3.9.2009 | 21:30
Toppfyrirsögn
Þessi fyrirsögn er frábær - "Flugvél keyrði á bíl" - Maður getur ímyndað sér að þetta sé djók - en þetta er víst sönn frétt. Þetta leiðir hugann að þegar fólk þarf að borga skatt fyrir sjónvarp og útvarp þó það hafi þurft að kaupa allt sem til þurfti - gervihnattardisk og áskriftarkort til að geta talist til siðmenntaðra og eigja enga von að ná rás 2 því enginn skilningur er hjá ruv (nær til allra landsmanna samkvæmt auglýsingu - rakin lygi!!!) Er ofmikið til ætlast að þetta fólk sleppi við að borga þennan skatt. Getur það kannski farið fram á endurgreiðslu útvarpsskatts? Ekki vil ég borga fyrir hluti sem ég fæ ekki. Og þessu trúir enginn maður - þetta getur ekki átt sér stað, en þetta er staðreynd og það er ekki bara einn bær heldur tíu til tuttugu bæir á Íslandi sem er boðið upp á þetta og RUV veit nákvælega hvaða bæir þetta eru en þeir vilja bara auglýsa "einu sem þjónusta alla -allir borga"
Svona er lífið segja sumir og "note bene " það er líka satt!!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.