3.9.2009 | 21:30
Toppfyrirsögn
Þessi fyrirsögn er frábær - "Flugvél keyrði á bíl" - Maður getur ímyndað sér að þetta sé djók - en þetta er víst sönn frétt. Þetta leiðir hugann að þegar fólk þarf að borga skatt fyrir sjónvarp og útvarp þó það hafi þurft að kaupa allt sem til þurfti - gervihnattardisk og áskriftarkort til að geta talist til siðmenntaðra og eigja enga von að ná rás 2 því enginn skilningur er hjá ruv (nær til allra landsmanna samkvæmt auglýsingu - rakin lygi!!!) Er ofmikið til ætlast að þetta fólk sleppi við að borga þennan skatt. Getur það kannski farið fram á endurgreiðslu útvarpsskatts? Ekki vil ég borga fyrir hluti sem ég fæ ekki. Og þessu trúir enginn maður - þetta getur ekki átt sér stað, en þetta er staðreynd og það er ekki bara einn bær heldur tíu til tuttugu bæir á Íslandi sem er boðið upp á þetta og RUV veit nákvælega hvaða bæir þetta eru en þeir vilja bara auglýsa "einu sem þjónusta alla -allir borga"
Svona er lífið segja sumir og "note bene " það er líka satt!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 21:43
og sólin skín....
Allt gott í dag - hamborgarnir runnu út og húmorinn í vinnunni í botni - svona á lífið að vera - eintóm gleði og hamingja. Sá að þingmenn okkar ætla að taka þátt í gleðinni með og fá sér sumarfrí - ekki veitir þeim af því blessuðum - koma vonandi í stuði til baka og hætta við að spreða á aðrar þjóðir milljarða á milljarða ofan - en kannski hef ég ekki vit á þessu, en mér datt þetta bara svona í hug.
4 eldfjöll eru sögð vera að lifna við - VÁ... - betra að satt reynist ekki - eða mun það skapa tekjur í þjóðarbúið svona á síðustu verstu tímum - góð spurning - öll kraftaverk gera okkur pínulítið ríkari eða hvað nema að þau geri okkur ekki þvílíkan óskunda að í óefni stefni.
vona að allir hafi átt sínar gleðistundir í dag - og munið að jákvæðni hefur alltaf gert gott!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 19:15
frídagur...
Frídagur og búin að fara á rúntinn og taka á móti gestum, horfi nú á fréttir og auðvitað er icesave fyrsta frétt, þvílík vitleysa og sóun á fréttatíma.
Sennilega eigum við bjarta framtíð sem olíuþjóð og vinna á borpöllum á drekasvæðinu sem mun bjarga hinu hnignandi atvinnulífi þjóðarinnar - hættum að vola - við erum jú besta þjóðin og þurfum ekki á einhverju ESB rugli að halda - en.... það kemur í ljós.
Tíkin ladys orðin 18 og hálfs árs, heyrnarlaus og hálfblind - og nú er auglýst eftir einhverjum eldri hér á landi - alltaf sama íslenska keppnisskapið hjá okkur íslendingum!!
Og allir fara til eyja eins og vant er - aðeins innipúkar og pylsukarakterar gera eitthvað annað!!
og loks betra veður framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009 | 18:14
chelsea FA cup meistari!!
Fátt gleður gamalt hjarta meira en góðir sigrar og í gær gerðist það - og í dag er bæði gott og gaman að vera til - framtíðin björt og blíð eða þannig. Úti skín sólin og maður á einn frídag - það gæti ekki verið betra, horfið inn í tölvuheiminn og farið svo í langan og góðan göngutúr og hrist upp í sellunum sem hafa farið varhluta af vorinu og fuglasöngnum. Eitt er nokkuð víst að ekki mun maður missa af neinu þó maður hafi ekki hlustað eða séð fréttir í nokkra daga sem gæti breytt nokkru á stjórnarheimilinu - það mun verða þögult þar til allt er sokkið og þá mun ný fjölskylda flytja þar inn og vonandi gera hreint hjá sér og okkur alþýðunni sem tekur öllu með brosandi og herðir bara sultarólina og vonar að heilaga Jóhanna sjá fljótlega að það eru ekki endalaus göt á ólinni til að stilla á.
Hafnfirðingar...spara-spara!!
... fara alltaf í götóttum sokkum til útlanda því að þeir vita að þeir verða stoppaðir í tollinum.
Jóhanna og Steingrímur voru á leið yfir brú.
Jóhanna: Mikið svakalega brakar í brúnni. Ég held hún sé hreinlega að detta í sundur.
Steingrímur: Það er nú engin furða þegar við erum bæði á henni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 16:42
Og nú er leikurinn..............
Hlakka svakalega til að klukkan verði 19.45 - spenni greipar og bið: Go Chelsea go....................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 23:24
Alltaf að reyna að græða!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 20:00
Til hvers er verið að skylda fólk að greiða iðgjöld!!!!
Maður á ekki orð - þegar maður kemst á ellistigið verður búið að sólunda öllu sem heitir lífeyrir. Geta einhverjir leikið sér með þau 4% sem maður í sakleysi sínu horfir á tekið af þeim launum sínum og svo heyrir maður og les... Lífeyrissjóðirnir hafa tapað svona og svona mikið lækka skal greiðslur til fólks. Eru ekki þeir sem eru í stjórn hæfir? Eiga þeir ekki að hverfa á braut eins og aðrir toppar? Og hvernig er farið með þá sem hafa látið plata sig upp úr skónum og dirfst til að spara aukalega. bara borga til að fá það greitt. Að vísu það sem fyllti bikarinn var að stéttarfélögin sem eru með sponslur til stjórnmálaflokka - ef það er gert því ekki þá á alla flokka eða er fólk dregið í dilka eftir stéttarfélögum og svo geta örfáir ákveðið að fólk fái ekki sínar kauphækkanir - af hverju fékk ekki fólk að ákveða það sjálft það þurfti jú að samþykkja gerða samininga á sínum tíma - ef þarf að breyta þá virðist sem að almenningur eigi engan rétt - þetta er eitthvað sem kemst engan veginn á hreint í mínum huga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 21:35
Sigmundur Davíð!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 00:20
ótrúlegt
Mótmæli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)